Viðskipti erlent

Auglýsingar í fréttaveitunni

Nokkrir notendur samskiptasíðunnar Facebook eru nú byrjaðir að sjá auglýsingar í fréttaveitu (e.News feed) síðunnar. Forsvarsmenn síðunnar tilkynntu í lok síðasta árs að fyrirtæki geti keypt auglýsingar sem birtast á þessum stað síðunnar.

Það eru ekki allir sáttir við þessa breytingu þar sem sumum notendum finnst nú þegar nógu mikið af auglýsingum á síðunni.

Það sem er kannski „óvenjulegt" við þessa breytingu er að notendur sjá auglýsingar hjá fyrirtækjum sem þeir hafa ekki „líkað" við, þannig getur fyrirtæki sem tengist notendanum á engan hátt sett auglýsingu á fréttaveituna.

„Við teljum að með þessu fyrirkomulagi verði auðveldara fyrir fyrirtæki að ná til fleira fólks. Við munum fylgjast náið með auglýsingunum í fréttaveitunni. Við munum vera með takmörk á magni auglýsingar á hverjum tíma svo að fréttaveita fyllist ekki af auglýsingum."

Ekki er vitað hvenær breytingin gengur í gegn en það gæti gerst á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×