Viðskipti erlent

Man. Utd. hyggst safna 40 milljörðum á markaði

Magnús Halldórsson skrifar
Manchester United er talið vera verðmætasta íþróttafélag í heimi, en nýlega mat Forbes tímaritið félagið á 2,23 milljarða punda, eða sem nemur um 423 milljörðum króna.
Manchester United er talið vera verðmætasta íþróttafélag í heimi, en nýlega mat Forbes tímaritið félagið á 2,23 milljarða punda, eða sem nemur um 423 milljörðum króna.
Enska knattspyrnufélagið Manchester United hyggst safna 330 milljónum dala, jafnvirði um 40 milljörðum króna, með nýju hlutafé með skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Hver hlutur verður seldur á bilinu 16 til 20 dali, að því er segir í skráningarlýsingu vegna útboðsins sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Samkvæmt skráningarlýsingunni eru skuldir félagsins 437 milljónir punda, eða sem nemur um 83 milljörðum króna. Félagið á laust fé upp á 70 milljónir punda, 13,3 milljarða króna, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni.

Í skráningarlýsingunni kemur fram að heildartekjur félagsins á rekstrarárinu frá júní í fyrra til júní í ár hafi verið 315 til 320 milljónir punda, eða sem nemur um 60 milljörðum króna. Tekjurnar drógust saman um fimm prósent frá fyrra rekstrarári en það er að mestu rakið til þess að félagið féll út úr Meistaradeild Evrópu fyrr en árið á undan, sem þýddi minni tekjur.

Lesa má skráningarlýsingu Manchester United hér, og frétt breska ríkisútvarpsins BBC hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×