Viðskipti erlent

Þriðja borgin í Kaliforníu orðin gjaldþrota

Þriðja borgin í Kaliforníu er orðin gjaldþrota. Nú er það San Bernardino og borgaryfirvöld þar segja að þau geti ekki lengur borgað reikninga borgarinnar en skuldirnar nema hátt í milljarði dollara.

Fyrir utan San Bernardino hafa borgirnir Stockton og Mammoth Lake í Kaliforníu einnig lýst sig gjaldþrota á síðustu fjórum vikum.

Borgaryfirvöld í San Bernardino segja að gjaldþrotið muni ekki hafa áhrif á líf borgarbúa í fyrstu, en þeir eru rúmlega 200.000 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×