Dómar felldir á Ítalíu | Bonucci í vondum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2012 23:15 Bonucci í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á EM í sumar. Nordicphotos/Getty Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman. Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Leonardo Bonucci, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, gæti átt yfir höfði sér þriggja og hálfs árs bann frá knattspyrnuiðkun verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita í ítalska boltanum. Reuters greinir frá þessu. Saksóknari ítalska knattspyrnusambandsins hefur óskað eftir refsingunni fyrir varnarmanninn sem var í silfurliði Ítala á Evrópumótinu í sumar. Krafist er að Simone Pepe, liðsfélagi hans hjá Juventus, verði dæmdur í eins árs bann. Réttarhöld standa nú yfir á Ítalíu þar sem knattspyrnufélög,-þjálfarar og -leikmenn eru sakaðir um að hafa ýmist hagrætt úrslitum eða horft í gegnum fingur sér og ekki tilkynnt um refsiverðan verknað. Bonucci er sakaður um að hafa aðstoðað við hagræðingu úrslita sem leikmaður Bari í 3-3 jafntefli gegn Udinese árið 2010. Pepe, sem lék með Udinese í sama leik, er sakaður um að hafa haft vitneskju um svindlið en ekki látið vita. Marco Di Vaio, fyrrum liðsmaður Bologna og nú leikmaður Montreal Impact í MLS-deildinni, á yfir höfði sér eins árs bann. Þá eiga minna þekktir spámenn yfir höfði sér allt að fjögurra ára bann frá knattspyrnu. Reiknað er með því að niðurstaða í ofantöld mál fáist í næstu viku. Dómar hafa þegar verið felldirFyrr í dag féllu dómar í nokkrum einstökum ákærum. Andrea Masiello, leikmaður Atalanta en þáverandi leikmaður Bari, fékk 26 mánaða bann auk þess sem nýliðar Sampdoria í Serie A munu hefja leiktíðina með eitt stig í mínus. Þá mun Bari hefja leiktíðina í Serie B með fimm stig í mínus. Þrír fyrrverandi liðsmenn Bari fengu bönn allt frá þremur mánuðum til tveggja ára. Talið er að alþjóðlegur veðmálahringur hafi greitt leikmönnum fyrir að sjá til þess að leikir liða sinna töpuðust. Alls eru 13 félög til rannsóknar og 45 leikmenn og þjálfarar. Skandallinn vekur upp slæmar minningar í ítalska boltanum frá níunda áratug síðustu aldar auk skandalsins í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2006 sem Ítalir unnu eftir allt saman.
Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira