Viðskipti erlent

Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF

mynd/AFP
Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar.

Talsmaðurinn sagði samt sem áður að samningaviðræður Grikklands og sjóðsins muni halda áfram.

Talið er að Grikkir muni fá 130 milljarða evra, eða það sem nemur rúmlega 16 þúsund milljörðum króna, í fjárhagsaðstoð.

Fulltrúar sjóðsins hafa verið í Grikklandi síðustu vikur til að fylgjast með gangi mál og skera úr um hvort að yfirvöldum þar í landi séu að vinna samkvæmt áætlun IMF. Sendinefndin mun snúa aftur til landsins seinna í þessum mánuði og munu samningaviðræðurnar halda áfram þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×