Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson heldur áfram að gera það gott með norska B-deildarliðinu Start. Matthías skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Start á Alta í dag.
Start er að gera flotti hluti í deildinni og situr í efsta sæti deildarinnar með 28 stig.
Guðmundur Kristjánsson var einnig í byrjunarliði Start í dag og spilaði sem bakvörður.
Matthías sjóðheitur í norska boltanum
