Lögreglurannsókn hafin á peningaþvætti HSBC 18. júlí 2012 06:49 Lögreglurannsókn er hafin í Bandaríkjunum á starfsemi HSBC stærsta banka Evrópu. Svo virðist sem glæpamenn hafi átt greiðan aðgang að viðskiptum í bankanum. Hneykslið í kringum bankann virðist vaxa með hverjum degi eftir því sem fleiri upplýsingar berast úr skýrslu rannsóknarnefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings um starfsemi HSBC á árunum 2007 til 2010. Peningaþvætti er áberandi í skýrslunni. Meðal þess sem komið er í ljós er að bankinn flutti 15 milljarða dollara í reiðufé frá Mexíkó og Rússlandi í gegnum útibú sín í Evrópu og Bandaríkjunum árin 2007 til 2009 án nokkurs eftirlits eða könnunnar á því hvaðan allt þetta reiðufé væri komið. Þetta fé samsvarar um þremur 40 feta gámum fullum af 100 dollara seðlum. Sem dæmi um einn þeirra sem reiðufé var flutt fyrir er háttsettur maður í fíkniefnagengi í Mexíkó. Skömmu áður en hann var kominn í viðskipti hjá HSBC árið 2007 hafði fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagt hald á rúmlega 200 milljónir dollara í reiðufé á heimili hans. Það er enn mesta reiðufé sem lagt hefur verið hald á í fíkniefnamáli í sögu landsins. Vitnaleiðslur eru hafnar fyrir þingnefndinni og í þeim hafa stjórnendur HSBC lofað bót og betrun. Meðal annars segja þeir að bankinn hafi lokað um 20.000 reikningum í útibúi sínu á Cayman eyjum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögreglurannsókn er hafin í Bandaríkjunum á starfsemi HSBC stærsta banka Evrópu. Svo virðist sem glæpamenn hafi átt greiðan aðgang að viðskiptum í bankanum. Hneykslið í kringum bankann virðist vaxa með hverjum degi eftir því sem fleiri upplýsingar berast úr skýrslu rannsóknarnefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings um starfsemi HSBC á árunum 2007 til 2010. Peningaþvætti er áberandi í skýrslunni. Meðal þess sem komið er í ljós er að bankinn flutti 15 milljarða dollara í reiðufé frá Mexíkó og Rússlandi í gegnum útibú sín í Evrópu og Bandaríkjunum árin 2007 til 2009 án nokkurs eftirlits eða könnunnar á því hvaðan allt þetta reiðufé væri komið. Þetta fé samsvarar um þremur 40 feta gámum fullum af 100 dollara seðlum. Sem dæmi um einn þeirra sem reiðufé var flutt fyrir er háttsettur maður í fíkniefnagengi í Mexíkó. Skömmu áður en hann var kominn í viðskipti hjá HSBC árið 2007 hafði fíkniefnalögreglan í Mexíkó lagt hald á rúmlega 200 milljónir dollara í reiðufé á heimili hans. Það er enn mesta reiðufé sem lagt hefur verið hald á í fíkniefnamáli í sögu landsins. Vitnaleiðslur eru hafnar fyrir þingnefndinni og í þeim hafa stjórnendur HSBC lofað bót og betrun. Meðal annars segja þeir að bankinn hafi lokað um 20.000 reikningum í útibúi sínu á Cayman eyjum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira