Viðskipti erlent

Eignir Batista hrynja í verði

Magnús Halldórsson skrifar
Eike Batista, ríkasti maður Brasilíu.
Eike Batista, ríkasti maður Brasilíu.
Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista" við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes.

Eignir Batista voru metnar á ríflega 30 milljarða dala í byrjun ársins en eftir mikið verðfall á skráðum eignum hans, einkum olíu og jarðgasfélaginu OGX. Svo virðist sem olíulindir sem félagið á rannsóknarleyfi að séu ekki að gefa eins mikið af sér og lagt var upp með, sem fælt hefur fjárfesta frá félaginu. Þetta hefur leitt til mikils verðfalls á bréfum félagsins.

Þá hafa ýmsar aðrar eignir Batista fallið í verði. Þrátt fyrir þetta er auður hans metinn 14,5 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 1.800 milljörðum króna.

Sjá má umfjöllun Forbes hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×