Viðskipti erlent

Olíuverðið gefur eftir í kjölfar gífurlegrar hækkunnar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aðeins gefið eftir í morgun en það hækkaði gífurlega seinnipartinn á föstudag.

Stór hluti af þeirri hækkun var tilkomin vegna þess að vogunarsjóðir þurftu að koma sér út úr skortstöðum sínum en þeir höfðu veðjað á að olíuverðið myndi halda áfram að lækka fram á haustið.

Niðurstöður leiðtogafundar Evrópusambandsins í lok síðustu viku ollu hinsvegar mikilli uppsveiflu á mörkuðum, þar á meðal hrávörumörkuðum.

Tunnan af bandarísku léttolíunni hækkaði um rúm 8% og fór í 84 dollara. Svo mikil hækkun í einu hefur ekki sést síðan í maí árið 2008. Svipaða sögu er að segja af Brent olíunni sem komin er í rúma 96 dollara á tunnuna. Fyrir leiðtogafundinn hafði Brent olían fallið niður fyrir 90 dollara á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×