David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli Magnús Halldórsson skrifar 2. júlí 2012 16:11 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Barclays bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt til breska fjármálaeftirlitsins (FSA), jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, vegna markaðsmisnotkunar bankans á millibankamarkaði með vexti. Stjórnarformaður Barclays undafarin sex ár, Marcus Agius, sagði upp stöfum vegna málsins í morgun en hann hafði áður neitað að taka við bónusgreiðslu líkt og forstjóri bankans, Bob Diamond. „Framkoma bankamanna í þessu máli er fullkomlega með ólíkindum, og algjörlega óásættanleg," sagði Cameron m.a. í ræðu sinni í þinginu. „Bankamenn sem brutu lög, ættu að fá refsingu," sagði Cameron. Brot bankans snéru að því að lánatökukostnaður, þ.e. álag á lán frá öðrum bönkum, var minni en hann átti að vera, og var staða bankans þannig fegruð. FSA segir brotin vera þau alvarlegustu sem eftirlitið hafi sektað fyrir í sögu eftirlitsins. Rannsókn á bankageiranum breska verður beint heildrænt gegn geiranum í heild, en ekki aðeins að brotum Barclays. Sérstök rannsókn mun fara fram um millibankavaxtamálið, og hefur SFO þegar hafið þá rannsókn.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira