Fótbolti

Breno fékk þungan fangelsisdóm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Breno gengur af velli eftir leik Bayern München í janúar síðastliðnum.
Breno gengur af velli eftir leik Bayern München í janúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images
Varnarmaðurinn Breno, fyrrum leikmaður Bayern München, var í dag dæmdur til fangelsisvistar í þrjú ár og níu mánuði eftir að hann var fundinn sekur um íkveikju.

Hann var handtekinn í september síðastliðnum og þá grunaður um að hafa kveikt í glæsivillu sem hann leigði. Húsið brann til kaldra kola og voru skemmdir metnar á um 240 milljónir króna.

Fram kom við réttarhöldin að Breno hefði átt við mikil geðræn vandamál að stríða en það var engu að síður mat dómstólsins að hann væri sakhæfur í málinu.

Breno er 22 ára gamall og kom til Bayern München fyrir fjórum árum síðan. Samningur hans við félagið rann út í síðustu viku og var hann orðaður við Lazio á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×