Tímatakan stöðvuð vegna rigninga Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júlí 2012 12:44 Roman Grosjean var einn þeirra sem fór útaf á tímatökuhring. nordicphotos/afp Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er. Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er.
Formúla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira