Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu áfram í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu er áfram í frjálsu falli. Tunnan af Brent olíunni er komin undir 90 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í tæplega 79 dollara.

Verðið á bandarísku léttolíunni hefur lækkað um 4% frá því á miðvikudag og svipað er upp á teningnum með Brent olíuna sem hefur ekki verið ódýrari síðan á seinnihluta ársins 2010.

Það sem veldur þessum verðlækkunum er einkum bágborið efnahagsástand á Vesturlöndum og viðvarandi skuldakreppa á evrusvæðinu. Þá hefur einnig áhrif að hráolíubirgðir Bandaríkjanna uxu mun meira en gert var ráð fyrir í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×