Viðskipti erlent

Microsoft kaupir Yammer fyrir 150 miljarða króna

Bill Gates er stjórnarformaður Microsoft, sem hefur keypt Yammer.
Bill Gates er stjórnarformaður Microsoft, sem hefur keypt Yammer.
Microsoft hefur keypt samskiptaforritið Yammer fyrir 1,2 miljarða dala sem nemur 150 miljörðum króna. Samskiptasíðan sem ætluð er sem samskiptamáti í fyrirtækjum er fjögurra ára gömul og hefur yfir 5 milljón notendur.

Forritið hjálpar fyrirtækjum að skapa eigið tenglsanet og hjálpar starfsmönnum að hafa samskipti og skiptast á gögnum á skilvirkari og hraðari máta en á vefpósti.

Fyrirtæki sem nota síðuna nú þegar eru meðal annars Ford, Shell og Unicef.

"Samskiptaforrit eru ekki bara fyrir krakka heldur geta verið gott tæki á vinnustað," segir David Sacks framkvæmdastjóri og skapari Yammer.

Sacks segir að Yammer verði innleitt í önnur forrit Microsoft eins og Office og Skype.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×