Viðskipti erlent

Allir notendur Facebook fá nýtt netfang

Netföngin birtast á tímalínu allra notenda.
Netföngin birtast á tímalínu allra notenda. mynd/afp
Stærsta samskiptasíða heims, Facebook, hefur lengi boðið notendum sínum netföng. Nú hefur facebook hins vegar úthlutað öllum notendum netfang að þeim forspurðum. Netföngin birtast á tímalínu allra notenda.

Talsmenn facebook segja breytingarnar hannaðar til þess að hafa samræmi milli allra notenda síðunnar. Þetta er gert til að hvetja notendur til að gera fésbókarsíðu sína að miðpunkti allrar internetnotkunnar og til að verja meiri tíma á síðunni.

Facebook kynnti ókeypis vefpóstþjónustu sína árið 2010 sem átti að verða helsti keppinautur vefpóstfyrirtækisins Gmail.

Allur vefpóstur sem sendur er á fésbókarnetfangið er áframsendur af síðunni á netfangið sem notendur velja sér við nýskráningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×