Gekk yfir Grænlandsjökul 13. júní 2012 09:15 Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni. Vilborg Arna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni.
Vilborg Arna Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira