Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hélt vel heppnaða tónleika í Hörpunni á sunnudagskvöld. Í áhorfendahópnum var eiginkona hans, söngkonan Diana Krall. Þau höfðu ekki sést í sex vikur, enda bæði mjög upptekin við tónlistarflutning víða um heim. Daginn eftir tónleikana gengu Costello og Krall niður Laugaveginn í mestu makindum og skoðuðu íslenska hönnun.
Einar Bárðarson, sem flutti Costello til landsins, sagði þau hafa staldrað lengi við í tískubúðinni Kronkron við Laugaveg. Krall mun hafa heillast svo mikið af hönnuninni að hún keypti hvorki meira né minna en tólf skópör. Costello beið þolinmóður á meðan enda líklega vanur ýmsu þegar konur og skór eru annars vegar.
Keypti tólf pör af Kronkron-skóm

Mest lesið

Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum
Bíó og sjónvarp









Hlýleg stemming og einstök matarupplifun
Lífið samstarf