Viðskipti erlent

Meiri aðstoð í boði frá Seðlabanka Evrópu

BBI skrifar
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Seðlabanki Evrópu er reiðubúinn til að styðja enn frekar við bankakerfi evrusvæðisins ef nauðsyn ber til. Mario Draghi, seðlabankastjóri segir að evrusvæðið verði enn tilbúið til að „leggja viðkvæmum bönkum til lausafé ef þörf er á."

Kosningar í Grikklandi næsta sunnudag hafa vakið ótta um enn frekari óstöðugleika á svæðinu. Menn búast hálft í hvoru við að flokkar sem eru andsnúnir niðurskurði Evrópusamstarfsins muni fá mikið fylgi í kosningunum. Það gæti markað úrsögn Grikklands úr evrusamstarfinu.

Umfjöllun BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×