Viðskipti erlent

Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum

Magnús Halldórsson skrifar
Alliance Boots er umsvifamikið í verslunarrekstri í Bretlandi, m.a. á verslunargötunni Oxford Street, þar sem oft er líflegt mannlíf.
Alliance Boots er umsvifamikið í verslunarrekstri í Bretlandi, m.a. á verslunargötunni Oxford Street, þar sem oft er líflegt mannlíf.
Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefnu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár, og er ein stærstu viðskipti frá upphafi í lyfjasölugeiranum.

Walgreen hefur síðan heimild til þess að kaupa Alliance að öllu leyti fyrir árið 2015, miðað við verðmiða upp á 9,5 milljarða punda á fyrirtækinu í heild, eða sem nemur meira en 1.900 milljörðum króna.

Walgreen rekur tæplega átta þúsund apótek um öll Bandaríkin en höfuðstöðvarnar eru í Illinois fylki.

Sjá mál umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um fyrirhuguð kaup Walgreen hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×