Viðskipti erlent

Hlutabréf, olíuverð og evran í uppsveiflu

Vísitölur á mörkuðum í Asíu í nótt hækkuðu í fyrsta sinn í fimm daga. Nikkei vísitalan í Tókýó og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkðu báðar um tæplega 0,9%.

Þá fer olíuverð aftur hækkandi en bæði Brent olían og bandaríska léttolían hafa hækkað um 1% í verði frá því síðdegis í gær og stendur Brent olían nú í 98 dollurum á tunnuna.

Evran hækkaði einnig gagnvart dollar þriðja daginn í röð. Ástæðan fyrir þessari uppsveiflu eru væntingar fjárfesta um að aðgerðir séu framundan til að draga úr vandamálunum á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×