Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 15:10 Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira