Vettel á ráspól í Kanada Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2012 18:16 Vettel var einbeittur fyrir tímatökuna í Kanada og setti bílinn á ráspól. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40. Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu. Fernando Alonso var þriðji á Ferrari-bílnum og Mark Webber, liðsfélagi Vettels fjórði. Nico Rosberg á Mercedes var fimmti. Michael Schumacher var aðeins níundi, sem verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir aldursforsetan því fyrir mótið var hann talinn líklegur sigurvegari í Kanada. Jenson Button mun ræsa tíundi á ráslínunni á morgun. McLaren-liðið lagði bíl hans þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir og hann ók ekki meira. Kimi Raikkönen komst ekki upp úr annari lotu tímatökunnar en liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, komst alla leið og ræsir sjöundi á eftir Felipe Massa. Paul di Resta hjá Force India ræsir þar rétt á eftir. Af öftustu mönnum er það að frétta að Pedro de la Rosa á HRT-bíl var fljótari en liðsfélagi sinn og báðir Marussia-bílarnir. Það verður að teljast góð niðurstaða fyrir HRT sem hefur verið í ruglinu í upphafi tímabilsins. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 17:40.
Formúla Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira