Það eru fjárhagsvandræði hjá AC Milan þessa dagana og félagið mun því ekki láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eins og liðið er vant að gera á sumrin.
Félagið þarf frekar að selja en að kemur þó ekki til greina hjá liðinu að selja Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva.
Milan er aftur á móti sagt vera til í að hlusta á tilboð í Kevin-Prince Boateng, Antonio Cassano og Alexandre Pato.
Ekki er talið ólíklegt að Pato verði seldur enda er franska félagið PSG til í að greiða mjög háa upphæð fyrir hann.

