Gleðikabarett með samtímatvisti 21. maí 2012 12:54 Melkorka, þessi í bleiku sokkabuxunum, segir verkið reyna að fanga hreyfingar úr popptónlist. „Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér. Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum," útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir. Að sögn Melkorku verður Þjóðleikhúskjallaranum breytt í rafmagnaðan danstónleikastað í þessu nýstárlega íslenska sviðsverki. „Þarna úir og grúir af mismunandi tónlistarstílum, það er líka þannig að þegar maður setur pening í glymskrattann þá veistu ekki alveg hvað þú færð," segir Melkorka en í verkinu verður leitast við að fanga helstu hreyfingar tónlistarsögunnar, „allt frá kraft ballöðum yfir í diskó og svo framvegis," bætir Melkorka við en lögin eru öll frumsamin, en hlutverk þeirra er að fanga andrúmsloft tónlistarstílanna.Melkorka og Sigríður, höfundar verksins.Hún segir að flestir aðstandendur sýningarinnar séu áhugamenn um tónlist en atvinnumenn í sviðslistum, „þannig við reynum að dansa á hárfínni línu atvinnumennskunnar og áhugamennskunnar," segir Melkorka. „Þetta er eiginlega gleðikabarett með samtímatvisti," bætir hún við. Verkið verður, eins og fyrr segir, frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöldinu klukkan átta, en verkið er hluti af listahátíð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um verið má finna hér.
Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira