Hrun á markaðsvirði Facebook - allra augu á Morgan Stanley Magnús Halldórsson skrifar 21. maí 2012 20:30 Notendur Facebook á heimsvísu eru nú yfir 900 milljónir. Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira