Viðskipti erlent

Yfirhönnuður Apple sleginn til riddara

Magnús Halldórsson skrifar
Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple.
Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple.
Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, má frá og með deginum í dag kalla sig Sir Jonathan Ive, en hann var sleginn til riddara í Buckinghamhöll fyrr í dag við hátíðlega athöfn. Hann byrjaði störf sín hjá Apple árið 1992 eftir að hafa unnið hjá sjálfstæðri hönnunarstofu. Ive var náinn samstarfsfélagi Steve Jobs heitins, sem um áratugaskeið stýrði Apple, samkvæmt frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hann fæddist í London en lærði í tækniskólanum í Newcastle.

Ive kom að hönnun margra af vinsælustu vörum Apple, t.d. iPod, iPhone, iPad og iMac.

Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×