Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið 11. maí 2012 09:49 Carl Levin. „Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð. Carl Levin leiddi starf rannsóknarnefndar bandaríska þingsins, eftir hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008, og hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að styrkja eftirlitið með fjármálamörkuðum og setja bönkum strangari skorður, í ljósi bakábyrgðar skattgreiðenda í gegnum seðlabanka, á bankastarfsemi. Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sagði í tilkynningu í gær að viðskiptin hefðu verið illa framkvæmd, vanhugsuð og beinlínis heimskuleg. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal gætir megnrar óánægju meðal stórra hluthafa JP Morgan með viðskipti JP Morgan og er ráð fyrir því að þau verði rædd á næsta hluthafafundi bankans. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð. Carl Levin leiddi starf rannsóknarnefndar bandaríska þingsins, eftir hrunið á fjármálamörkuðum haustið 2008, og hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að styrkja eftirlitið með fjármálamörkuðum og setja bönkum strangari skorður, í ljósi bakábyrgðar skattgreiðenda í gegnum seðlabanka, á bankastarfsemi. Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, sagði í tilkynningu í gær að viðskiptin hefðu verið illa framkvæmd, vanhugsuð og beinlínis heimskuleg. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal gætir megnrar óánægju meðal stórra hluthafa JP Morgan með viðskipti JP Morgan og er ráð fyrir því að þau verði rædd á næsta hluthafafundi bankans.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira