Maldonado vinnur stórkoslegan spænskan kappakstur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. maí 2012 14:05 Alonso komst snemma framhjá Maldonado í kappakstrinum. nordicphotos/afp Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan. Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso kunni engin brögð til að koma í veg fyrir að Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado vann sinn fyrsta kappakstur á Formúlu 1 ferlinum. Þetta er einnig í fyrsta sinn síðan 2004 sem Williams vinnur kappakstur. Það gerði hann að fyrsta Venúsúelabúanum sem sigrar í Formúlu 1 þegar hann lauk spænska kappakstrinum í Barcelona í dag. Alonso varð annar á heimavelli og Kimi Raikkönen var ótrúlega nálægt í þriðja sæti á Lotus-bíl sínum. Keppnin var spennandi allan tíman. Alonso komst fram úr Maldonado í ræsingunni og hélt fyrsta sæti fram að fyrstu viðgerðahléum. Keppnin var gríðarlega taktísk og reiddu liðin sig mikið á dekkjaval og viðgerðahlé. Romain Grosjean á Lotus var fjórði og Kamui Kobayashi á Sauber-bíl fimmti. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel varð sjötti á Red Bull eftir að hafa skotið sér fram úr Nico Rosberg á Mercedes í síðasta hring. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren voru næstir á undan Nico Hulkenberg sem krækti í síðasta stigið. Í ár hafa fimm mismunandi ökuþórar sigrað fyrstu fimm mótin í fimm mismunandi ökutækjum. Heimsmeistarakeppnin er einnig jöfn. Vettel og Alonso eru jafnir með 61 stig í fyrsta sæti. Hamilton, Raikkönen, Webber og Button eru alls ekki langt undan.
Formúla Tengdar fréttir Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15 Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20 Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00 Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Button og Alonso fljótastir á æfingum Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina. 11. maí 2012 22:15
Hamilton á ráspól á Spáni Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. 12. maí 2012 13:20
Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. 9. maí 2012 23:00
Hamilton dæmdur úr leik á Spáni Tímataka Lewis Hamilton hefur verið dæmd ógild af dómurum í spænska kappakstrinum því Hamilton gat ekki ekið bilnum inn í skúr. Pastor Maldonado ræsir því fremstur í kappakstrinum á morgun. 12. maí 2012 18:20