Diablo III loks lentur 15. maí 2012 22:00 Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tólf ára bið spilara lauk þegar dyr tölvuleikjaverslana víða um heim opnuðu í gærkvöld. Þúsundir spilara þustu þá inn og tryggðu sér eintak af einum eftirsóttasta tölvuleik allra tíma, Diablo III. Rúmlega 12 ár eru síðan Diablo II kom út en það þykir heil ævi í tölvuleikjaiðnaðinum. Vinsælir tölvuleikir eins og World of Warcraft, Call of Duty og EVE Online fá reglulega uppfærslur. Diablo III er hlutverkaleikur. Söguheimur hans nefnist Sanctuary en honum er ógnað af árum og skrímslum úr undirheimum. Það er hlutskipti spilara að sigrast á þessari ógn. Það er tölvuleikjafyrirtækið Blizzard sem framleiðir Diablo tölvuleikjaröðina. Fyrirtækið stóð fyrir mikilli hátíð í Irvine í Bandaríkjunum í gærkvöld þar sem tæplega 2 þúsund spilarar söfnuðust saman en flestir hröðuðu sér þó heim eftir að hafa fengið leikinn goðumlíka í hendurnar.Það var margt um manninn í Elko í gær.mynd/ElkoÍslenskir spilarar voru einnig spenntir fyrir Diablo III. Verslanirnar Gamestöðin og Elko stóðu fyrir kvöldopnun í verslunum sínum í gær. Guðni Freyr Sigurðsson, verslunarstjóri Elko í Lindunum, segir að mikil stemning hafi verið í versluninni í gær. Löng röð myndaðist fyrir utan verslunina — veðurguðirnir voru þó ekki hliðhollir íslenskum spilurum í gærkvöld. „Við ákváðum að opna aðeins fyrr," segir Guðni. „Flestir voru þó undirbúnir fyrir slagveðrið — ég sá meir að segja nokkra í selskins yfirhöfnum en það er í takt við andrúmsloft Diablo."mynd/ElkoElko bauð viðskiptavinum sínum upp á pítsu og gos á meðan þeir biðu. „Nokkrir afþökkuðu þó kræsingarnar og hröðuðu sér í röðina," segir Guðni. Alls seldust um 1.000 eintök af tölvuleiknum í beinni sölu og forpöntunum hjá Elko. Þá var einnig mikið að gera í verslunum fyrirtækisins í dag. Talið er að Blizzard muni selja fjögur milljón eintök af Diablo III á árinu en tölvuleikurinn er aðeins fáanlegur á PC tölvur og Mac tölvurnar frá Apple. Hægt er að sjá brot úr Diablo III hér fyrir ofan.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira