Lífið

Anna Mjöll ætlar að syngja fyrir pabba

Anna Mjöll.
Anna Mjöll.
Söngkonan Anna Mjöll, sem býr og starfar í Los Angeles, er væntanleg til landsins og hyggst syngja fyrir Íslendinga í júní. Hún stendur fyrir minningartónleikum hér á landi um föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Gauk Þórhallsson, sem lést í fyrra.

Tónleikarnir verða á Rosenberg þann fyrsta júní næstkomandi og er miðasalan hafin. Tónleikarnir munu heita Jazz fyrir pabba og með Önnu Mjöll leika Jón Páll Bjarnason, Ólafur Jónsson, Gunnar Hrafnsson og Jóhann Hjörleifsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.