Viðskipti erlent

Facebook skráð á markað

Mark Zuckerberg opnaði NASDAQ markaðinn í dag.
Mark Zuckerberg opnaði NASDAQ markaðinn í dag. mynd/AFP
Samskiptamiðillinn Facebook hefur nú formlega verið skráður á hlutabréfamarkað. Mark Zuckerberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, opnaði NASDAQ markaðinn frá höfuðstöðvum síðunnar í Palo Alto í Kaliforníu klukkan 13:30 að íslenskum tíma.

Viðskipti með hluti í fyrirtækinu eru nú þegar hafin. Facebook var metið á um 104 milljarða dollara, eða um 13 þúsund milljarða króna, þegar viðskiptin hófust. Þetta jafngildir um 38 dollurum á hvern hlut.

En þrátt fyrir að Facebook sé komin á almennan markað þá mun Zuckerberg enn eiga ráðandi hlut í fyrirtækinu. Hlutur hans er metinn á yfir 50 milljarða dala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×