Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Birgir Þór Harðarson skrifar 9. maí 2012 23:00 Brautin á Spáni Graphic News Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37 Formúla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37
Formúla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira