James Cameron ætlar að breyta heiminum 20. apríl 2012 21:59 James Cameron mynd/AFP Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. Á meðal þeirra sem koma að fjármögnun verkefnisins og rekstri eru: Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google sem og leikstjórinn og uppfinningamaðurinn James Cameron. Fyrirtækið verður formlega opinberað í Seattle, 24. apríl næstkomandi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum fyrr í vikunni kemur fram að fyrirtækið muni heita Planetary Resources. „Markmið verkefnisins er að auka við auðlindaforða Jarðarinnar og þar með dæla billjónum í verga heimsframleiðslu," segir í tilkynningunni. „Þetta sprotafyrirtæki mun skapa nýjan iðnað og um leið boða endurskilgreiningu á því sem við þekkjum sem náttúruauðlindir." Þá kemur einnig fram að fyrirtækið muni sækjast eftir því að sameina tvo veigamikla þætti: geimkönnun og auðlindavinnslu á fjarlægum .Sergey Brin, Eric Schmidt og Larry Page.mynd/TimeHvergi kemur fram að Planetary Resources hafi í hyggju að hefja námugröft á smástirnum. Hins vegar hefur sá möguleiki lengi verið ræddur meðal vísindamanna og er tæknin til þessa sögð vera til staðar. Ljóst er að gríðarlegt fjármagn þarf til að standa undir slíku ævintýri. James Cameron, sem er 57 ára gamall, leikstýrði og framleiddi kvikmyndirnar Titanic og Avatar, en þær eru arðbærustu kvikmyndir allra tíma. Nýlega komst Cameron niður á botn Maríana-gilsins í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi - er þetta mesta hafdýpi Jarðar. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nafntogaðir auðmenn í Bandaríkjunum munu opinbera nýtt geimfyrirtæki í næstu viku. Talið er að fyrirtækið muni sérhæfa sig í námugröfti á smástirnum. Á meðal þeirra sem koma að fjármögnun verkefnisins og rekstri eru: Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google sem og leikstjórinn og uppfinningamaðurinn James Cameron. Fyrirtækið verður formlega opinberað í Seattle, 24. apríl næstkomandi. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum fyrr í vikunni kemur fram að fyrirtækið muni heita Planetary Resources. „Markmið verkefnisins er að auka við auðlindaforða Jarðarinnar og þar með dæla billjónum í verga heimsframleiðslu," segir í tilkynningunni. „Þetta sprotafyrirtæki mun skapa nýjan iðnað og um leið boða endurskilgreiningu á því sem við þekkjum sem náttúruauðlindir." Þá kemur einnig fram að fyrirtækið muni sækjast eftir því að sameina tvo veigamikla þætti: geimkönnun og auðlindavinnslu á fjarlægum .Sergey Brin, Eric Schmidt og Larry Page.mynd/TimeHvergi kemur fram að Planetary Resources hafi í hyggju að hefja námugröft á smástirnum. Hins vegar hefur sá möguleiki lengi verið ræddur meðal vísindamanna og er tæknin til þessa sögð vera til staðar. Ljóst er að gríðarlegt fjármagn þarf til að standa undir slíku ævintýri. James Cameron, sem er 57 ára gamall, leikstýrði og framleiddi kvikmyndirnar Titanic og Avatar, en þær eru arðbærustu kvikmyndir allra tíma. Nýlega komst Cameron niður á botn Maríana-gilsins í Kyrrahafi eða niður á 11 kílómetra dýpi - er þetta mesta hafdýpi Jarðar.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira