Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá 25. apríl 2012 13:45 KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni." Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni."
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira