Mourinho klár í aðra atlögu að Meistaradeildartitlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2012 10:56 Mourinho ætlar sér enn stærri hluti með Real Madrid. Nordic Photos / AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir stíganda í árangri liðs síns og að tapið gegn Bayern München auki á áhuga hans að stýra liðinu á næstu leiktíð. Þá verði gerð önnur atlaga að Meistaradeildartitilinum. Mourinho, sem unnið hefur Meistaradeildina með Porto (2004) og Inter (2009) á knattspyrnustjóraferli sínum, var brattur á blaðamannfundinum eftir að lið hans féll á dramatískan hátt úr keppninni að lokinni vítaspyrnukeppni gegn Bæjurum í gærkvöldi. Töluvert hefur verið rætt um framtíð Mourinho í vetur og hugsanlega endurkomu hans í enska boltann. Enska félagið Chelsea, sem Mourinho stýrði á árunum 2004-2007, hefur verið nefndt sem líklegur áfangastaður en Mourinho segir sig og leikmenn sína eiga óunnið verk í Madríd. „Það hafði mikla þýðingu að vinna Konungsbikarinn á síðustu leiktíð. Ef okkur tekst að klára deildina í ár hefur það einnig mikla þýðingu. Að komast í undanúrslit í Meistaradeildinni tvö ár í röð er heldur ekki slæmur árangur en við viljum meira," sagði Portúgalinn litríki. „Ég hef trú á því að við getum enn bætt okkur sem lið og félagið getur einnig styrkt sig. Félög þurfa að aðlagast breyttum tímum. Stórkostleg bifreið á níunda áratugnum heldur ekki yfirburðum sínum að óbreyttu á tíunda áratugnum eða á 21. öldinni," sagði Mourinho og gaf í skyn að hann teldi breytinga þörf hjá félaginu. Þó hefur Mourinho fengið meira sjálfræði í starfi knattspyrnustjóra en flestir forverar hans í starfi. Áttum skilið að vinnaMourinho taldi Real Madrid hafa átt sigurinn skilið í viðureign sinni við Bayern München. Hann sagði stöðuna erfiða þegar félag í harðri baráttu í deildinni í heimalandinu mætir liði sem getur einbeitt sér að Meistaradeildinni. Vísaði hann þar í útileik Real Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni um liðna helgi á sama tíma og Bæjarar gátu hvílt lykilmenn í sínum deildarleik. „Ég lenti í því sama þegar Chelsea mætti Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool var 30 stigum frá toppnum og tefldu fram varaliði gegn Fulham á meðan Chelsea stillti upp sínu sterkasta liði í öllum deildarleikjum til að geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn," sagði Mourinho og benti á að hið sama gilti um Barcelona sem hefði dottið út gegn Chelsea. Úrslitaleikur Bayern München og Chelsea fer fram laugardagskvöldið 19. maí á Allianz-leikvanginum í München, heimavelli Bæjara.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira