Samband Hamilton og Button gæti snúist upp í andhverfu sína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 22:30 Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira