Fótbolti

Bayern München hefur augastað á Džeko

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þýska knattspyrnuliðið Bayern München hefur sett sig í samband við forráðarmenn Manchester City um hugsanleg kaup á sóknarmanninum Edin Džeko.

Þessi bosníski framherji hefur ekki náð sér almennilega á strik í liði City en hann var keyptur til félagsins fyrir rúmlega einu ári frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda.

Sú staðreynd að Carlos Tevez verði líklega áfram í herbúðum Manchester City hefur rennt stoðum undir þær kenningar að Džeko muni yfirgefa félagið í sumar.

FC Bayern er með augun opin fyrir framherja þar sem allar líkur eru á því að Mario Gomez, framherji Bayern München, sé á leiðinni til spænska stórliðsins Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×