Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara 17. apríl 2012 10:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson eru sérfræðingar Stöðvar 2 í Meistaradeildarmörkunum. Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira