Fótbolti

Meistaradeildin: Umfjöllun um leik FC Bayern og Real Madrid

Þýska liðið FC Bayern München landaði góðum 2-1 sigri gegn spænska liðinu Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Staða FC Bayern er því góð fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd. Þorsteinn J fór yfir gang mála í leiknum í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport með sérfræðingum þáttarins, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni.

Tengdar fréttir

Heynckes: Einstakt tækifæri fyrir okkur

Það er mikið undir hjá Bayern München í Meistaradeildinni enda fer úrslitaleikur keppninnar fram á þeirra heimavelli. Þangað vill liðið komast en fyrst þarf Bayern að leggja Real Madrid af velli.

Mourinho: Við höfum engu að tapa

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir að það sé engin pressa á sínu liði fyrir leikinn gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Mourinho: Það bjóst enginn við sigurmarki í lokin

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, þurfti að sætta sig við 1-2 tap á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bæjarar tryggðu sér sigurinn með marki Mario Gomez á 90. mínútu.

Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×