Warren Buffet með krabbamein í blöðruhálsi 17. apríl 2012 23:37 Warren Buffett mynd/AFP Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. Buffett, sem er 81 árs gamall, sagði að sjúkdómur væri ekki lífshættulegur og að hann væri í raun við hestaheilsu. Þá sýndu frekari rannsóknir að meinvörp hefðu ekki myndast annars staðar í líkama hans. Þá mun Buffett gangast undir tveggja mánaða geislameðferð vegna krabbameinsins. „Mér líður mjög vel," skrifaði Buffett. „Ég hef fulla orku - það er í raun eins og að ekkert sé að mér. Hluthafar í fyrirtækjum mínum verða þeir fyrstu til vita ef heilsu minni hrakar." „Auðvitað mun það gerast á endanum," bætti Buffett við. „En ég er nokkuð viss um að það eigi ekki eftir að gerast á næstunni." Buffett, sem er þriðji ríkasti maður veraldar, er heimsfrægur fjárfestir. Þrátt fyrir gífurlegan auð sinn lifir hann einföldu lífi. Fyrirtæki hans, Berkshire Hathaway, var stofnað árið 1944 og hefur síðan þá stækkað gríðarlega. Fyrir nokkrum árum gaf Buffet 85% eigna sinn til góðgerðamála og hefur hann hvatt aðra auðkýfinga til að gera hið sama. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálajöfurinn Warren Buffett tilkynnti í dag að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálsi. Í tilkynningu sem Buffett sendi hluthöfum í Berkshire Hathaway fjárfestingafyrirtækinu kemur fram að krabbameinið sé á frumstigi. Buffett, sem er 81 árs gamall, sagði að sjúkdómur væri ekki lífshættulegur og að hann væri í raun við hestaheilsu. Þá sýndu frekari rannsóknir að meinvörp hefðu ekki myndast annars staðar í líkama hans. Þá mun Buffett gangast undir tveggja mánaða geislameðferð vegna krabbameinsins. „Mér líður mjög vel," skrifaði Buffett. „Ég hef fulla orku - það er í raun eins og að ekkert sé að mér. Hluthafar í fyrirtækjum mínum verða þeir fyrstu til vita ef heilsu minni hrakar." „Auðvitað mun það gerast á endanum," bætti Buffett við. „En ég er nokkuð viss um að það eigi ekki eftir að gerast á næstunni." Buffett, sem er þriðji ríkasti maður veraldar, er heimsfrægur fjárfestir. Þrátt fyrir gífurlegan auð sinn lifir hann einföldu lífi. Fyrirtæki hans, Berkshire Hathaway, var stofnað árið 1944 og hefur síðan þá stækkað gríðarlega. Fyrir nokkrum árum gaf Buffet 85% eigna sinn til góðgerðamála og hefur hann hvatt aðra auðkýfinga til að gera hið sama.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira