Lífið

Veðurfréttakona lét drauminn rætast

Elísabet Margeirsdóttir næringarfræðingur og veðurfréttakona á Stöð 2 lét draum sinn rætast á dögunum og opnaði sína eigin næringarstofu. Hún sérhæfir sig í almennri næringarráðgjöf og fræðslu fyrir einstaklinga og hópa en býður einnig upp á persónulega ráðgjöf og aðhald í gegnum netið.

Elísabet segir að fáir löggiltir næringarfræðingar eða -ráðgjafar starfi sjálfstætt við almenna ráðgjöf og fræðslu.

„Takmark mitt er að hjálpa einstaklingum að bæta mataræði sitt og heilsu með faglegri og persónulegri ráðgjöf", segir Elísabet.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á föstudaginn þegar Elísabet vinum og kollegum í létta og heilsusamlega móttöku og kynnti starfsemi sína.

Þess má geta að Elísabet heldur úti skemmtilegu bloggi, www.betaruns.com um áhugamál sín sem eru hlaup, útivist, matur og heilsa. Einnig er hægt að fylgjast með síðunni á Facebook: www.facebook.com/betaruns.

Nánari upplýsingar um næringarstofu Elísabetar eru að finna á www.betanaering.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.