Messi bætti met og Barcelona komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 13:11 Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira