Messi bætti met og Barcelona komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 13:11 Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Lionel Messi skoraði tvívegis þegar að Barcelona tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á AC Milan í kvöld. Bæði mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik, það fyrra á 11. mínútu eftir að Luca Antonini braut á Messi sjálfum. AC Milan náði þó að jafna metin um miðbik hálfleiksins og koma sér þar með í þægilega stöðu því þessi úrslit hefðu dugað Ítölunum til að komast áfram. Zlatan Ibrahimovic átti góða sendingu inn fyrir vörn Börsunga á Antonio Nocerino sem skoraði örugglega með góðu skoti í fjærhornið. Síðari vítaspyrnan var hins vegar nokkuð umdeild en hana dæmdi hollenski dómarinn Björn Kuipers undir lok fyrri hálfleiks. Það tók nokkra stund að átta sig að víti hafi verið dæmt en í ljós kom að Alessandro Nesta togaði Sergio Busquets nokkuð harkalega niður í teignum. Messi skoraði aftur örugglega úr spyrnunni. Andrés Iniesta innsiglaði svo sigur Barcelona snemma í síðari hálfleik. Boltinn datt fyrir hann eftir að varnarmaður AC Milan reyndi að verjast skoti Lionel Messi. Iniesta var yfirvegaður og afgreiddi boltann laglega í netið. Leikurinn varð aldrei spennandi eftir þetta og sigur Börsunga aldrei í hættu. Voru þeir nær því að bæta við ef eitthvað var. Þetta er fimmta árið í röð sem að Barcelona kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar en síðasta liðinu sem tókst það var Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða árin 1956 til 1960. Messi hefur nú skorað fjórtán mörk á tímabilinu í Meistaradeildinni sem er met í keppninni og metjöfnun í Evrópukeppninni. Jose Altafini skoraði fjórtán mörk fyrir AC Milan tímabilið 1962-1963 en gamla metið í Meistaradeildinni var tólf mörk. Því meti deildu þeir Messi og Ruud van Nistelrooy. Alls hefur Messi skorað 51 mark í Meistaradeildinni en hann er yngsti leikmaður sögunnar sem kemst í 50 mörk í keppninni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira