Manchester United banarnir í Athletic Bilbao héldu sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni áfram í kvöld þegar þeir unnu 4-2 útisigur á Schalke 04 í Þýskalandi. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar en Athletic Bilbao liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð í keppninni og skorað í þeim tíu mörk.
Atletico Madrid, AZ Alkmaar og Sporting Lissabon unnu öll á heimavelli í kvöld en engu þeirra tókst að halda hreinu og 2-1 sigur á heimavelli geta verið hættuleg úrslit.
Fernando Llorente kom Athletic Bilbao í 1-0 en Spánverjinn Raul svaraði með tveimur mörkum áður en
Llorente jafnaði aftur. Það voru síðan Oscar De Marcos og Iker Muniain sem tryggðu Bilbao sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum.
Manchester City banarnir í Sporting Lissabon eru ekki í eins góðum málum þrátt fyrir 2-1 heimasigur á úkraínska liðinu Metalist Kharkiv.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit og markaskorara kvöldsins.
Úrslit og markaskorarar í kvöld:
Az Alkmaar - Valencia CF 2-1
1-0 Brett Holman (45.+1), 1-1 Mehmet Topal (51.), 2-1 Maarten Martens (79.)
FC Schalke 04 - Athletic Bilbao 2-4
0-1 Fernando Llorente (20.), 1-1 Raúl (22.), 2-1 Raúl (60.), 2-2 Fernando Llorente (73.), 2-3 Oscar De Marcos (81.), 2-4 Iker Muniain (90.)
Sporting Lissabon - Metalist Kharkiv 2-1
1-0 Marat Izmailov (51.), 2-0 Emiliano Insúa (64.), 2-1 Cleiton Xavier (90.)
Atletico Madrid - Hannover 96 2-1
1-0 Falcao (9.), 1-1 Mame Biram Diouf (38.), 2-1 Eduardo Salvio (89.).
