Næsta PlayStation kölluð "Orbis" 29. mars 2012 22:30 Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. mynd/sony Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér. Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér.
Leikjavísir Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira