Button hafnar fingri Vettels Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2012 17:59 Button vonar að hann fái aðeins meiri æfingu í að gera merkið sitt, enda krefst það fullmótunar. nordicphotos/afp Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu." Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu."
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira