Barrichello: Börnin sannfærðu konuna Birgir Þór Harðarson skrifar 1. mars 2012 23:30 Barrichello mun keppa í Bandaríkjunum í ár. Formúlu 1 ferill hans lauk snögglega þegar hann fór samningslaus inn í veturinn. nordicphotos/afp Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rubens Barrichello mun aka í bandarísku mótaröðinni IndyCar í ár fyrir KV Racing liðið. Barrichello hefur reynsluekið undanfarnar vikur fyrir liðið og sannfært þá um hraða sinn og eldmóð. Barrichello fékk samning sinn ekki endurnýjaðan hjá Williams liðinu í Formúlu 1 fyrir þetta tímabil en hann hefur ekið í Formúlunni allar götur síðan 1993. Rubens ók á ferli sínum í Formúlu 1 fyrir Jordan, Stewart, Ferrari, Honda, Brawn GP og nú síðast fyrir Williams. Hinn ökumaður KV Racing er Brasilíumaðurinn Tony Kanaan sem einnig hefur gríðarlega reynslu í kappakstri. Sá hefur ekið í efstu deild bandarísks mótorsports síðan 1998. Barrichello tekur við af öðrum fyrrum Formúlu 1 ökumanni, Takuma Sato, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum, aldrei unnið mót og lent í mörgum óhöppum. "Börnin mín sannfærðu eiginkonuna," sagði Rubens á blaðamannafundi KV Racing í dag þegar hann var spurður hvort hann hafði rætt við fjölskylduna um vistaskiptin og fengið leyfi til að keppa heilt tímabil.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira