Hinn skrautlegi eigandi AC Milan, Silvio Berlusconi, segist vera áhugasamur um að kaupa Cristiano Ronaldo til félagsins en aðeins ef verðið er sanngjarnt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Berlusconi ræðir þann draum sinn að fá Portúgalann til félagsins. Berlusconi hefur aftur á móti útilokað að fá Carlos Tevez eða Robin van Persie til Mílanó.
"Ég myndi ekki hafna tækifærinu á því að kaupa Ronaldo en efnahagsástandið leyfir ekki að það sé gert á einhverju glórulausu verði. Van Persie og Tevez? Hverjir eru það?" sagði Berlusconi hrokalaust.
Eigandinn er hæstánægður með stjörnu liðsins, Zlatan Ibrahimovic.
"Mér finnst hann alveg frábær og eiga skilið að vera valinn besti leikmaður heims. Vonandi heldur hann áfram að standa sig í Meistaradeildinni."
Berlusconi vill fá Ronaldo en segist ekki þekkja Tevez og Van Persie

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


