Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2012 10:45 Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Hér gengur hann að velli með boltann sem tók með til minningar um afrekið. Getty Images / Nordic Photos Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira