Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2012 10:45 Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Hér gengur hann að velli með boltann sem tók með til minningar um afrekið. Getty Images / Nordic Photos Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hafa unnið alla þrjá leikina með markatölunni 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hafa unnið alla þrjá leikina með markatölunni 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira