Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2012 10:45 Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Hér gengur hann að velli með boltann sem tók með til minningar um afrekið. Getty Images / Nordic Photos Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira