Fatlaður bróðir Hamiltons fetar í spor bróður síns Birgir Þór Harðarson skrifar 9. mars 2012 08:00 Breska ríkissjónvarpið sýndi á dögunum heimildamyndina "Racing with the Hamiltons: Nic in the driving seat". Hún fjallar um hvernig bróðir Formúlu 1 ökuþórsins Lewis Hamilton framkvæmir það sem hann hélt að væri sér ávalt ókleift. Myndin fjallar um það hvernig fatlaður bróðir Lewis Hamilton, hinn tvítugi Nic Hamilton, fær tækifæri til að uppfylla draum sinn um að feta í fótspor eldri bróður síns og gerast kappakstursökumaður. Sú leið er hins vegar erfið og margar hindranir í vegi hans. Kvikmyndagerðarmennirnir fengu nánast óheftan aðgang að Hamilton fjölskyldunni allt síðasta sumar þegar Nic ók sitt fyrsta tímabil í Renault Clio bikarkeppninni í Bretlandi. Nic hefur náð þeim frábæra árangri að fá annað tækifæri í mótaröðinni í ár. Stórskemmtileg og fræðandi mynd sem veitir innsýn inn í fjölskyldulíf eins besta ökumanns í heimi. Myndskeiðið með fréttinni er af þeim bræðrum í keppni við Jake Humphrey í upphitunarþætti BBC fyrir ítalska kappaksturinn 2010. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið sýndi á dögunum heimildamyndina "Racing with the Hamiltons: Nic in the driving seat". Hún fjallar um hvernig bróðir Formúlu 1 ökuþórsins Lewis Hamilton framkvæmir það sem hann hélt að væri sér ávalt ókleift. Myndin fjallar um það hvernig fatlaður bróðir Lewis Hamilton, hinn tvítugi Nic Hamilton, fær tækifæri til að uppfylla draum sinn um að feta í fótspor eldri bróður síns og gerast kappakstursökumaður. Sú leið er hins vegar erfið og margar hindranir í vegi hans. Kvikmyndagerðarmennirnir fengu nánast óheftan aðgang að Hamilton fjölskyldunni allt síðasta sumar þegar Nic ók sitt fyrsta tímabil í Renault Clio bikarkeppninni í Bretlandi. Nic hefur náð þeim frábæra árangri að fá annað tækifæri í mótaröðinni í ár. Stórskemmtileg og fræðandi mynd sem veitir innsýn inn í fjölskyldulíf eins besta ökumanns í heimi. Myndskeiðið með fréttinni er af þeim bræðrum í keppni við Jake Humphrey í upphitunarþætti BBC fyrir ítalska kappaksturinn 2010.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira