Kobayashi fljótastur á síðasta æfingadegi í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 24. febrúar 2012 19:00 Kobayashi hefur verið talinn viltasti ökumaðurinn á ráslínunni. nordicphotos/afp Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira